mánudagur, apríl 11, 2005

Where is my spring?

Búinn með leiðinlega heimaverkefnið og get farið að sofa og vonast til þess að ég verði í stuði til þess að gera eitthvað af skemmtilegu heimaverkefnunum annað kvöld, dagurinn sjálfur er fullbókaður. Hvenær á maður eiginlega að komast á bíó aftur? Svo vil ég fara að fá vinnu. Einmitt núna er þetta óþolandi tímabil að bresta á þar sem maður er að stressa sig á hvar maður fái vinnu í sumar, bankabókin er komin á gjörgærslu og heilt fjall af verkefnum bíða eftir manni og mann langar bara að eiga líf með góðri samvisku og fá smá gott veður svona einu sinni. Líf íslenskra námsmanna í hnotskurn líklega.

Ákvað þó að eiga mér smá líf á föstudaginn og gaf samviskunni frí sökum þess. Sveik lit og fór í bókmenntafræðiparti hjá Davíð. Þó ekki, enda bókmenntafræðinemi að þriðjungi og bókmenntafræðingur fyrir utan að vera afsakplega bókmenntafræðilegur á litinn. Fölur sem sagt. Mjög gaman, enda kominn með alvarleg fráhvarfseinkenni, tvö ár síðan ég hef stundað þessar göfugu samkomur. Síðan þá er búið að þjálfa upp sirkusmeistara sem þagði í einbeittri íhugun fyrsta klukkutíma partísins áður en hann hófst handa við stórhættuleg og vafasöm sýningaratriði sem ekki mun verða upplýst nánar um hér. Annars einstaklega fallegt og djúpviturt fólk á staðnum þó vissulega hafi afbyggingar á OC og Nágrönnum farið eitthvað fram hjá mér enda í sjónvarpssvelti ef RÚV er undanskilið. Svo dreymdi mig vel á eftir en get ómögulega munað hvað.

1 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Já auðvitað. Annars var náttúrulega aðalástæðan fyrir því að fara í bókmenntafræði að fá útrás fyrir alla brandarana sem Ingveldur ein hefði verið líkleg til að fatta eftir að Karen hætti ...

5:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home