þriðjudagur, apríl 19, 2005

Útvarp Prag

Set link hér á fyrstu heiðarlegu tilraun mína til útvarpsþáttargerðar. Plataði Kafka, Kundera, Mozart og Damien Rice til að hjálpa mér aðeins, eitthvað verður maður að nota þessa vini sína ... merkilegast fannst mér samt að komast að því að tvö glös að skála hljómar engan veginn eins og tvö glös að skála. Þeir svindla greinilega svo rosalega á þessum sándeffektum í bíó að raunveruleg skálun hljómar eins og lestarslys.

Annars var ég sem sagt að hugsa um að gera þátt um ferðalög en rambaði á endanum á sama stað og svo oft áður. Staðurinn var Prag, borgin sem ég rambaði á þegar ég flakkaði um Evrópu fyrir einum sex árum síðan og varð umsvifalaust borgin mín. Það var eitthvað í loftinu ... Hvað þetta eitthvað var nákvæmlega er ég ekki ennþá fyllilega komin til botns í þrátt fyrir vetrarsetu við nám og nokkrar stuttar heimsóknir síðan. Því er þessi útvarpsþáttur líklega enn ein tilraunin til þess að komast til botns í því. En hér er sem sagt þátturinn (smellið á neðri linkinn), þakka Starra fyrir hýsinguna.

annars fékk ég meðal annars þá athugasemd að ég hljómaði eins og prestur. Sem er mjög heppilegt enda starf páfa laust. Eitthvað er verið að tala um að fá svartan mann eða konu, er ekki spurning um að vera raunverulega radical og fá heiðarlegan heiðingja eins og mig?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home