þriðjudagur, apríl 26, 2005

Útvarp með upptakara

Bjargaði alveg deginum þegar algjörlega upp úr þurru bankar póstburðarmaður uppá með pakka frá útlöndum þó ég eigi ekki afmæli fyrr en í ágúst og jólin séu löngu búin. Mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar, til dæmis ég. Innihaldið algjör snilld, eitthvert svalasta vasaútvarp sem ég hef séð, geisladiskur með að mér heyrist heitasta bandi Baunaveldis, þrjár bjórmottur og auðvitað súkkulaði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home