laugardagur, apríl 23, 2005
Það er ekkert nýtt að maður sé að skila verkefni á síðustu stundu. Það sem er nýtt að síðasta stundin var miðnætti á föstudegi. En þar með hef ég lokið endanlega þeim alleiðinlegasta kúrsi sem ég hef tekið síðan Almennur kressismi skildi eftir sig ólæknandi ör á sálinni fyrir margt löngu. Að vísu var lögfræðihlutinn ekkert svo slæmur en viðskiptahlutinn, ja það sannaðist bara að sú staðreynd að viðskiptafræði er langvinsælasta háskólagrein á Íslandi sýnir það eitt að þjóðin er miklu verr haldin af masókisma en talið var. Annars opnaði ég ísskápinn áðan og sá þar einn bjór, ég ætla að fagna áfanganum með því að drekka hann og fara svo að sofa og læra áfram á morgun. Nei, heyrðu, það er annar bjór þarna í ísskápshurðinni. Þetta endar með ósköpum ...
5 Comments:
híhí...beer good...
hey! af hverju er þitt kommentakerfi miklu betra en mitt...eins síður...why?
það þarf bara að gefa kommentakerfinu með af bjórnum ... þá hagar það sér. Annars er þetta fyrsta kommentakerfið mitt sem gerir það, hin hafa alltaf crashað með látum
til hamingju með skilin :)
til hamingju með skilin :)
bjór....! segir indjánahöfðinginn anónímús. Það er eitthvað sem ég man ekki lengur hvað er.
Viskí....! segir indjánahöfðinginn anónímús. Það er eitthvað sem lifir í minningunni en dauflega þó.
Fæ mér sopa af eldvatni að loknu prófi á mánudag, segir indjánahöfðinginn anónímús að lokum.
Skrifa ummæli
<< Home