fimmtudagur, apríl 28, 2005

Örvæntingarfullar húsmæður

Vildi bara koma réttri þýðingu á Desperate Housewives á framfæri. Veit ekki hvaða töflur þýðandinn hjá Sjónvarpinu hefur verið að bryðja, en það að þýða Desperate sem Aðþrengt er svona svipað og að skipta gott út fyrir sæmilegt. Ennþá verra er svo að þýða housewives sem eiginkonur, sérstaklega þegar aðalpersónan er fráskilin.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skarplega athugað.
Kveðja, Eygló

8:24 e.h.  
Blogger Silja Rut said...

...skarplega indeed...

8:28 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

hvað segiði, er ég sem sagt ekki búinn að brenna upp allar heilafrumurnar á ritgerðaskrifum? Gott að vita það ...

8:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jebbs..

var einmitt að pirra mig á þessu um daginn

2:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað um húsfrúr í háska? það hljómar svona sambíólegt

...eða væri það frekar 5 á fullu ef það væri sambíóskt?

3:31 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Húsfrúr í háska eru augljóslega hið eina rétta heiti þáttaraðarinnar. Legg ég hér með til að þú verðir hér eftir gerður löggiltur þýðandi nafna allra sjónvarpsþátta sem til landsins berast. Verst að ég veit ekki hvað þú heitir, nema náttúrulega þetta sé indjánahöfðinginn sjálfur ...

3:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home