þriðjudagur, maí 10, 2005

Handrukkarana á launaskrá!

Var að sjá mánudags DV. Þar er frétt um að Lalli Johns hafi ekki fengið krónu fyrir myndina um sig. Svo virðist sem blaðinu lýtist ágætlega á það að viðföng heimildarmynda fari nú að fá borgað fyrir viðvikið. Væri þá í framhaldi af því ekki eðlilegt að allt þetta fólk sem kemur í viðtal til DV fari að fá borgað fyrir það? Hestariðillinn og fleira góðu fólki veitir örugglega ekkert af peningunum og kattakonan hefði nú eiginlega átt að vera á launaskrá síðasta sumar. Þá er nokkuð ljóst að allir þessir krimmar sem DV er að fjalla um getur nú snúið af glæpabrautinni þegar þeir eru komnir í fullt starf við að vera í viðtölum við DV.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home