fimmtudagur, maí 12, 2005

Popularity Slut

Þetta er það sem ég man fyrst úr útvarpi: Vinsældarlisti Rásar 2. Ég taldi niður og skrifaði nöfn laga og flytjanda og hvar þau voru þá og hvar núna. Ekki á einfalt stílabókarblað, ó nei. Þess í stað tók ég hvítt A4 blað, braut það nokkrum sinnum saman þangað til ég var kominn með sextán reiti hvorum meginn, 32 alls, og hver reitur var fyrir eitt lag. Topplagið fékk svo heila þrjá reiti.

Hvorki þá né nú hef ég trúað þeirri firru að vinsældir segi neitt til um hvort lag sé gott eða ekki (þó vonandi ekki fallið í þá gryfju að halda að vinsældir geri hlutina eitthvað endilega vonda), ég hafði einfaldlega einhverja skrítna þráhyggju gagnvart listum sem mér fannst afskaplega heillandi. Fann einhverja fróun í því að setja heiminn í eitthvað þægilegt samhengi – og bíða í ofvæni hvort það væri það samhengi sem ég vonaðist til? Eða einhver undarleg föndurárátta? Veit það ekki, allavega man ég að seinna meir þegar ég var orðinn eldri og þóttist vera orðinn aðeins svalari var High Fidelity með öllum sínum topp fimm listum aðeins tækifæri fyrir mig til þess að koma út úr skápnum með þetta.

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Og það þarf kvikmynd til þess að þú komir út úr skápnum með þetta. Rugguhestur!

3:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home