fimmtudagur, maí 12, 2005

Bakarísljóð

Skrifa ljóð í bakaríi, finna mér bók sem tekur þrjú kortér að lesa eða senda súkkulaði til Danmerkur voru tillögurnar við hugmyndaleysi mínu í gær. Það bendir allt til þess að lesendur mínir séu upp til hópa stórhættulegir sérvitringar. Takes one to know one. Og ekki halda að bakarísljóð séu meinlaus. Við vitum öll að nokkur atómljóð geta lagt heimsbyggðina í eyði. ímyndið ykkur þá bara hverslags usla bakarísljóð gætu valdið. Annars endaði ég á því að horfa á fyrstu þrjá þættina á Lost í endursýningu þar sem þeir höfðu algjörlega farið fram hjá mér hingað til. Ef maður kemst ekki til suðurhafseyja sjálfur sökum blankheita þá getur kassinn alltaf reddað manni.

Var annars að skrifa bréf sem ég er búinn að vera með í maganum, harðort bréf. Af hverju er maður svona skilyrtur til þess að svara ekki fyrir sig þegar einhverjir sem gætu hugsanlega ráðið mann í vinnu misbjóða manni með þeim vinnubrögðum sem einatt eru höfð við mannaráðningar hér á þessu skeri?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home