miðvikudagur, maí 18, 2005
Starf á videoleigum er væntanlega ekkert brjálæðislega vel borgað þannig að það er líklega óþarfi að gera óþarflega miklar kröfur til starfsmanna, til dæmis er ekki óalgengt að þurfa að stafa nöfn mynda ofan í starfsmennina. En þegar viðkomandi starfsmaður er ekki alveg að átta sig á hvaða mynd þessi Phantom Menace er þá er fokið í flest skjól. En myndin fannst þó þannig að nú er kominn tími á að horfa á Stjörnustríð loksins í réttri röð. Þá er bara að vona að 3 kafli verði jafn góður og af er látið. Núna er ég hins vegar að vona að ég hafi misskilið Krukku Krukku á sínum tíma.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home