mánudagur, maí 23, 2005

Helgin

Besta Star Wars-mynd frá upphafi vega, Arsenal bikarmeistari, gervallt uppalið Íslands í sárum eftir Júró og Gísli Marteinn lýsir keppninni aldrei aftur. Svona eiga helgar að vera. Svo fór ég náttúrulega á Krókinn á föstudag, búinn að vera á leiðinni í allan vetur. Þetta var bara mjög fínt þangað til þau byrjuðu að syngja, þökk sé Júdas. En náði að bjarga því fyrir horn með hvítrússnesku bolsévíka rödduninni sem ég uppgötvaði um kvöldið. Því miður var það ekki nóg til að þagga niðrí þessum elskum, en allavega ... Já, og svo benti þýskukennarinn mér á að ég væri að syngja síðasta sigurlag þeirra í Evróvisjón sem "örlítill friður, örlítið sæði" sem mér finnst nú bara fallegt og viðeigandi þegar maður hugsar útí það. Síðan hafa þau öll elst allsvakalega á einu ári, eftir grillveisluna í Fljótunum þá var ég eini maðurinn sem hafði orku í að fara á Kaffi Krók. Lét því miður ekki verða af því að skreppa einn, þó ekki væri nema til þess eins að banka svo uppá hjá vistarverðinum klukkan sex að morgni.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég skrapp líka á Krókinn í síðustu viku

9:42 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Segðu, hann er loksins að komast í tísku. Verst að hitta ekki á þig, hittirðu einhverja skrítna kennara eða einhverja prófþreytta nemendur?

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hitti nú lítið af fólki þarna, kom bara við í mýflugumynd og blússaði svo í bæinn aftur.

7:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home