mánudagur, maí 30, 2005

Þrælakistur Íslendinga

Þegar ég var í unglingavinnunni fyrir fimmtán árum þá fékk ég 7 eða 8 þúsundkall á tveggja vikna fresti fyrir það að reita arfa (eða þykjast reita ímyndaðan arfa) og gera fleira skemmtilegt í 3 tíma á dag. Mér fannst það ekki mikið þá og mér finnst það óskiljanlega lítið núna. En það er eitthvað svipað og fullorðin Kínverji fær á mánuði fyrir að vinna sextíu tíma vinnuviku fyrir alla góðu Íslensku auðjöfrana í Qingdao nú fimmtán árum af verðbólgu síðar.

Formúlan fyrir því að nýta sér alþjóðavæðinguna til að græða pening er einföld. Annað hvort að flytja inn ódýrt vinnuafl frá fátækari löndum sem um leið þýðir að innlendir verkamenn hafa ekki tök á að semja um jafn há laun og annars. Eða hreinlega fara þangað sem þetta ódýra erlenda vinnuafl er og vinna vöruna þar, til þess að bregðast við því þá þurfa væntanlega innlendu verkamennirnir að lækka við sig í launum til þess að vera samkeppnishæfir. Og tryggja að þrátt fyrir allt vinnuaflið í milljarðaríkjunum ríku þá haldist meirihluti fjármagnsins sem fyrr í heimi númer eitt.

Kynþáttafordómar eru almennt taldir mestir meðal lægst launuðu stéttanna. Það eru engir alþingismenn í félagi þjóðernissinna. En í raun er þetta aðeins sýnilegast þarna, rasistar í verkalýðsstétt smellpassa í ímynd okkar af rasistum, þeir básúna um ágæti eigin kynþáttar og tala illa um hina, beita þá jafnvel ofbeldi. En í raun eru þeir aðeins að enduróma raunverulegt álit framámanna þjóðfélagsins. Kynþáttafordómar eru ósköp eðlileg niðurstaða þegar þeir sem hafa völdin sjá útlendinga fyrst og fremst sem markaðstækifæri, ekki sem fólk með sögu og menningu sem mætti læra af. Það sorglega er að sjálfur forseti landsins virðist hafa slegist í lið með þeim.

Alþjóðavæðingin er í raun sem slík mjög jákvætt fyrirbæri, enda eru landamæri einhver ömurlegasta uppfinning mannskepnunar. En það eru ennþá leikreglur til staðar í alþjóðavæddum heimi og það vantar ansi mikið uppá að þær séu sanngjarnar.

Mæli svo með fínni grein Guðna Elíssonar um þetta í síðustu Lesbók (síða 2) sem var vissulega kveikjan af þessu ranti öllu.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góðar pælingar! Sorglegast finnst mér svo þegar að þessir asnar sem flytja fyrirtækin sín til Tælands til að þurfa ekki að borga neitt kaup segja "Jaaa... við settum þessa þróun ekki af stað, getum ekki stöðvað hana og verðum því bara að hoppa á vagninn" HA? Þó að aðrir menn lemji konurnar sínar fylgja þeir sennilega ekki fordæmi þeirra... eða hvað

2:19 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Enda eru ósköp fáir sem setja svona vagna af stað (og sá sem setti þennan vagn af stað örugglega löngu dauður) - en því fleiri sem hoppa á vagninn.

5:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir 15 árum. Ásgeir...þú ert að verða allt of gamall kall! Shit...og eldri en ég!

5:51 e.h.  
Blogger Siggi said...

Ég mæli með sporvagninum girnd.

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

svínið er alltaf á sömu sveif.

5:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home