föstudagur, maí 27, 2005

Sálgreining og býflugur

Er að spá í leiðbeinendum fyrir MA - verkefnið. MA - verkefnið í minni grein er í eðli sínu þverfaglegt og það er vesen þegar maður ber ábyrgð á því að velja leiðbeinandann sjálfur. Þetta var miklu einfaldara með BA - ritgerðina þegar ég var búin að sálgreina alla sem komu til greina. Fólkið sem ég er að spá í núna hef ég í mesta lagi talað við í tíu mínútur, þá sem ég hef hitt.

En það er náttúrulega bara meira challenge fyrir sálgreiningarhæfileikana ... annars gleymdi ég að segja ykkur að ég drap býflugu í morgun sem villtist hingað inn og vakti mig. Sumarið komið? Hún má þó eiga það að það voru minni læti í henni en nágrönnunum í kjallaranum þegar þeir vekja mig. Enda myndi ég berja þá með Mogganum líka ef þeir laumuðust hingað inn.

1 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Hún náði nú að sýna vissa stjörnuhæfileika í dauðasenunni; "to bee or not to bee"

5:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home