þriðjudagur, júní 07, 2005
Í morgun mætti ég ungri stúlku sem signdi sig í gríð og erg og kastaði höfðinu dramatískt aftur í hvert skipti, hún leit út eins og ofsatrúarklappstýra. Síðan var ég áðan á Kaffi Vín þar sem öll goth-wannabe landsins undir tvítugu virtust hafa safnast saman og þau virtust öll vera að taka upp pakka. Fannst þetta allt saman mjög dularfullt en áttaði mig svo á því að jólin hjá þeim eru náttúrulega núna enda Iron Maiden tónleikar í kvöld. Mig grunar að það útskýri líka ofsatrúarklappstýruna.
2 Comments:
sem var líklega löngu áður en þau fæddust ...
Mér skilst bara að Iron Maiden séu enn góðir og þetta hafi verið alveg þrusu tónleikar hjá þeim og þeir eingu gleymt! Svo er unga kynslóðin að hlusta á risaeðlur eins og Rolling Stones.
Skrifa ummæli
<< Home