mánudagur, júní 06, 2005

Ljóð frá síðustu öld

af gefnu tilefni var ég að rifja þetta upp, rúm tíu ár síðan þetta var skrifað en þessi síða hefur nú aldrei snúist um það að vera up to date. Þá var líklega Ráðhústorgið góða nafli alheimsins. Skrítið hvernig tíminn líður. Akureyri er samt ennþá staðurinn, vissulega, bara meira í þátíð eins og er.

Föstudagsnótt

Það er föstudagsnótt
himininn er blár
þó að það sé vetur
og ég sé fólk,
pylsuvagna,
bíla,
fugla
og ljósastaura

Það er öruglega einmanalegt að vera ljósastaur
þeir eru aðeins nokkrum metrum frá næsta ljósastaur
en þeir geta aldrei snert hann,
faðmað hann

eða þá að vera pylsa
einn blautur koss,
svo allt búið

Ég fer að hugsa málið...
ég er líklega einhvorskonar blanda
af ljósastaur og pylsu,
ljósastaur í pylsubrauði

eða kannski er ég fugl,
fugl sem getur ekki flogið
af því að hann er með brotna vængi

Já,
ég er líklega bara vængbrotinn fugl,
sem líður eins og ljósastaur
í pylsubrauði

...eða kannski er ég bara búinn að drekka of mikið?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Anónímús indjánahöfðingi hér.

Úgg!

Einn dottinn í það...

Og til að halda þessu á svona hástemmdum nótum, þá vitna ég til þess sem ég las einhvers staðar fyrir einhverju síðan:

"...það rignir hvergi jafn mikið hér á landi og í íslenskum smásögum."

Held þetta sé eftir P.G og komi fyrir í Persónum og leikendum.

4:12 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Hann er augljóslega að tala um Reykjavíkursögur

4:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Das indjún come again, ja?

Nei, er það ekki kaldhæðni örlaganna sem tekur mann í rassinn?

Það hljómar allavega miklu skelfilegra en að vera bitinn í rassinn af þessum fjanda ;)

9:33 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Þetta er bara spurning hvaða norn sér um mann, Urður bítur mann í rassinn, Verðandi tekur mann í rassinn og Skuld sér um gluggapóstinn. Svo má náttúrulega skipta um trúarbrögð, einhver var að tala um einhverja kristni en svoleiðis plebbaskapur fer nú aldrei að komast í tísku hér ...

10:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home