þriðjudagur, júní 14, 2005

Útsmogið markaðsbragð

Maður hefur líklega séð frétt um meint samband Angelinu Jolie og Brad Pitt á hverjum degi síðasta árið eða svo. Fréttirnar eru alltaf eins. Slúðurblöðin (og með slúðurblöðunum á ég vitanlega við Fréttablaðið og Moggann enda fæ ég mest mitt slúður þaðan) eru algerlega sannfærð um að þau séu saman þrátt fyrir að þau bæði sem og allir þeim nátengdir þræti eilíflega fyrir það - ef þeir á annað borð tjá sig um málið. En nú er skyndilega fullyrt að þau séu ekkert saman heldur hafi þetta allt saman verið markaðsbrella af þeirra hálfu. Að segjast ekki hafa verið saman til þess að láta líta út fyrir að þau séu saman til að ... Já, ég held að slúðurfréttamennskan hafi náð nýjum hæðum með þessari grein Fréttablaðsins í dag.

Að lokum er rétt að taka fram að við Angelina Jolie erum ekki saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home