föstudagur, júní 24, 2005

Kastljósið í kvöld fannst mér sorglegt. Þrír viðmælendur, allt vel skarpir einstaklingar og allir tengdir listum – en umræðan er öll á markaðsnótunum. Eru viðskiptafræðingarnir búnir að selja bóhemunum sína orðræðu? Hvað varð um byltingarnar, hugsjónirnar og rokkið? Vissulega er þetta ennþá til staðar en þetta virðist vera orðið óttalegt feimnismál.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér. Það var eins og það væri eitthvað feimnismál að gera listum hærra undir höfði heldur er sjónvarpsefni hönuðu af markaðsfræðingum.

Mér fannst það samt liggja í loftinu og var að bíða eftir því að gestirnir færu að rökræða þetta almennilega, en í stað þess töluðu allir í kringum hlutina.

9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home