fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk fimm

* Mig dauðlangar að fá mér kött aftur en mér finnst það eiginlega of mikil skuldbinding.

* Ég hef hitt músuna mína skelfilega sjaldan undanfarin tvö ár eða svo og er farinn að sakna hennar skelfilega núna. Raunar skelfilega sjaldan síðan kötturinn minn dó sem gæti máski þýtt eitthvað ... en ég veit ég þarf að fara að leita ...

* Undanfarið og algjörlega án nokkurar lógískrar ástæðu finn ég fyrir þörf fyrir að kalla ólíklegasta fólk snúð þessa vikuna. Ég vona að þessu linni áður en ég segi eitthvað sem ég sé eftir ...

* Ég sá tvo uppáhaldsrithöfundana mína í síðustu viku. Því miður var ég oftast of þreyttur til að hugsa í síðustu viku.

* Mér er meinilla við flest orðtök og málshætti enda oftast eitthvað sem fólk notar sem afsakanir fyrir að hugsa ekki raunverulegar hugsanir eða nota raunveruleg rök. Helsta undantekningin er þó sá enski um að velja orusturnar sínar vandlega. Ég fann skyndilega að ég hafði hugsunarlaust valið vitlausa orustu í síðustu viku og hjartað sökk. En ég vann hana þó að minnsta kosti á endanum, ég sé bara svo eftir að hafa ekki þreytt hina ...

Þar sem ég var víst klukkaður af einum mesta aumingjabloggara norðan alpafjalla þá er viðeigandi að klukka Jakob, Auði, Jóa og Ingu sem hafa verið hvort öðru latara við að blogga ... já og Láru líka þó hún hafi reynt að bjarga sér fyrir horn í dag ...

3 Comments:

Blogger fangor said...

þetta er undarlegt ástand. ertu nokkuð óléttur?

11:32 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

tja, morgunógleðin er ekkert verri en þessi venjulega helvítis vinna/skóli - en hins vegar er alveg spurning hvað var í mjólkinni sem úkraínski bóndinn gaf mér ... ég er að hugsa um að skýra hann Viktor J svo hann verði nú örugglega forseti þegar hann verður stór ...

11:57 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Þú ert svo tæknileg :) - og sömuleiðis sneggst að bregðast við ...

9:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home