5. júlí:
svo fórum við í búðir og ég keypti ísbjörn, þrykkimyndir og Jolly-Cola.
6. júlí:
þvínæst var danskt völd þar sem var orðaleikur, stólaleikur, leikur sem átti að þekkja hendur aftur og mylla.
7 júlí:
seinna var æðislegur matur og ég borðaði þrjá diska af frönskum, súkkulaðibúðing og safa. 2 klst. seinna var franskt kvöld þar sem var Rómeó og Júlíu-leikur, Hver er morðinginn?-leikur, 2 blikkleikir og leikur þar sem allir þurftu að kyssa einhvern. Svo fórum við í sturtu, og þvínæst að sofa.
8. júlí:
svo fórum við yfir fjallið aftur. Á leiðinni sáum við illa rúnar kindur
9. júlí:
svo var hollenskt kvöldvaka þar sem við fórum í ísjakaleiki, boltaleik og pottaleik. Þvínæst fórum við í sturtu og svo að sofa.
11. júlí:
Kl. sjö fórum við á þyrlu uppá fjall, þar sem við gerðum vörðu. Svo fékk ég mér Coke.
...
Svo var Sutton-kvöld þar sem var Hoky Poky, húfuleikur, látbragðsleikur, radíóleikur, "hvernig flutt var yfir á" dans og krabbafótbolti. Svo var sturta og þvínæst fórum við að sofa.
Þarna lauk skrifum og ber mannfræðingum ekki saman um hvort ástæðan hafi verið ofþreyta sökum leikjaálags eða ofneysla á Jolly-Cola.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home