föstudagur, ágúst 09, 2002

Nostalgíukast

Eins og eðlilegt má teljast með lengri heimsóknir í föðurhús þá er vissulega aðeins tímaspursmál hvenær alvarleg einkenni sjúkdóms þess er nostalgía nefnist gera vart við sig. Sjúkdómseinkenni lýsa sér helst í áráttu til að opna kassa, skápa, skúffur og fleira sem ástæða er til að ætla að hafa ekki verið opnuð lengi og rýna í innihaldið. Netbyltingin hefur valdið því að sjúkdómur þessi er líklegri til að dreifa sér á milli landsfjórðunga en áður en ekki er talið að sjúkdómurinn sé bannvænn, eingöngu tímafrekur. En hér á eftir mun ég hósta upp úr mér nokkrum skjalfestum æviminningum sem ég efast ekki um að ykkur þykja stórmerkilegar, svo ekki sé minnst á sagnfræðilegt gildi. Þó mun ég reyna að halda handskrifuðum vinsældarlistum Rásar 2 frá árinu 1986 í lágmarki. Ég reikna svo að heyra frá þjóðminjaverði og landsbókaverði hvað á hverju um að setja þessi merku gögn í varðveislu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home