ÁRMANN INGÓLFSSON. fréttaritari MICKEY í BANDARÍKJUNUM.
Hala-stjarna Halleys: Hala-stjarna Halleys er nú á leið kringum sólu.
Með fylgja myndir frá sædýra-safni í Miami. ekki reyndist unnt að fá hástökkvarann í viðtal, en myndirnar tala sínu máli.
Að lokum smá viðtal við nemanda hér í skólanum sem ekki vildi nafns síns getið.
F: Finnst þér gaman í skólanum?
N: Gaman í skólanum. Hvað meinarðu? Ég er hér til að auðga andann en ekki til að taka þátt í andlausu gríni og gamni.
F: Verður þú stundum fyrir aðkasti af þessum sökum?
N: Aðka-blaðka-hvað? Ertu að gefa í skyn að ég sé önd?
F: (andstuttur) Nei, þú misskilur mig. það sem ég vildi spurt hafa var hvort þú hefðir orðið var við andstreimi vegna andríkis þíns sem er óneitanlega meira en normalt.
N: Ég veit nú ekkert um það. En andlega séð er ég á öndverðum meiði við flesta skólafélaga mína.
F: Víkjum að öðru. Hefur þú heyrt mánaðarritsins Mickey getið?
N: Nei. er það eitthvað andófsrit?
F: Það held ég ekki. Nema þú eigir við andóf gegn fáfræði, iðjuleysi og andleysi.
N: Já þú átt við það. Hvaða andans maður gefur þetta rit út?
F: Hann heitir Ásgeir Tryggvi oger Ingólfsson.
N: Nú þetta er þá bara einhver útlendingur með hottintottanafn. Og er væntanlega allt á útlensku. Blaðið altso. Ég fæ nú ekki séð hvernig hægt er að vera andríkur á útlensku.
(þegar viðtalinu lauk stóð fréttaritari á öndinni).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home