Við Jón Ólafsson (heimspekingurinn, ekki píanóleikarinn eða skattsvikarinn) erum alveg óvart fastir í good cop / bad cop klisju dauðans. Og það þó við höfum ekki hist síðan ég afgreiddi hann um einhverjar bækur í Bóksölunni fyrir margt löngu. En við erum báðir að gagnrýna myndir af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni fyrir
Kistuna. Ég datt frekar seint inní þetta en er búin að sjá 5 myndir núna, tvær eru slappar (þar af önnur afleit), eina get ég ómögulega ákveðið hvort er snilld eða brjálæði og tvær,
Jargo og
Control Room, eru hrein og klár snilld sem ég mæli með að þið sjáið á meðan þið getið - það verður sjálfsagt ekki lengi.
En Jón er þegar búin að afgreiða þær og þar sem ég hef litlu við ágæta dóma hans að bæta þá er ástæðulaust að ég dæmi þær líka. Þannig að ég verð í bili í hlutverki vonda nöldurkarlsins. Það fer mér vonandi vel - en samt helst ekki of vel samt :( En fylgist spennt með á kistu, mun nýji bölsýni kvikmyndagagnrýnandinn fara að tala vel um einhverja mynd? ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home