miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Strámenn og Þráinn

Trúaðir menn kalla aðra menn heiðingja, vantrúarmenn kalla þá sem eru ósammála þeim strámenn. Eða er það bara málflutningur minn sem er strámaður? Þetta virðist vera einhver furðulegur orðaleppur sem þeir hafa fundið upp til þess að nota í rökræðum, helst virðist þeir nota þetta til að setja út á röksemdafærslur annara. Orðskrípið strámaður virðist því vera þeirra frábæru rök á alla gagnrýni. Eða kannski trúa þeir bara á strámanninn eins og aðrir trúa á jólasveininn? Í anda þessa er ég að hugsa um að kalla alla sem eru ósammála mér héðan í frá grasasna. Það er nefnilega nákvæmlega jafn málefnalegt.

Slær samt ekki út málflutnings bakþankans í Fréttablaðinu sem virðist sannfærður um að sérhver feitur maður sé trúlaus ef marka má tengsl trúleysis og ofáts. Það skýrir náttúrulega hvers vegna hinir tágrönnu þegnar Bandaríkjanna kusu sér trúarofstækisforseta annað kjörtímabilið í röð.

1 Comments:

Blogger Ásgeir said...

þekkti ekki rökvilluna en skoðaði mörg dæmi þar sem þið notið hana. En athugaðu að sýn okkar sem og annara á vantrú er ávallt misjöfn eftir hver horfir, þar af leiðandi munum við ávallt vera að tala um fleiri en eina mismunandi sýn á hlutina í rökræðum, því er ódýrt að kalla allt sem ekki rímar við þína sýn á hlutina strámenn.

6:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home