mánudagur, ágúst 12, 2002

Gambrinn hefur hér með yfirgefið sólina fyrir rigninguna. Bölvuð vinnuþrælkunin kallar okkur maurana alltaf aftur. Jæja, ég á tvo daga eftir og fæ kannski eins og tvær sólarstundir sem ég sef svo af mér. En maður þarf að minnsta kosti ekki að bíða í aldir eftir að netið hlaði inn þegar maður er kominn aftur á elsku háskólanetið. Já, tæknin blífur svosum þó það vanti eitthvað upp á náttúruna í þessari borg enda rigningin ekkert annað en aflgjafi fyrir allar þessar tölvur. Trúðuð þið annars öll þessu með ósýnilegu míkrókubbana?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home