laugardagur, ágúst 10, 2002

Svo virðist sem lestur minn á Ísfólkinu fyrir tæpum fimmtán árum hafi komið að stað heljarmikilli rannsókn á þessum merku bókmenntum. Fyrst þetta hefur tekist hlýtur mér að takast að telja einhvern bókmenntafræðinemann á að skrifa lokaritgerð um Ísfólkið. Ég er því miður búinn að ákveða MA - ritgerðina nú þegar. Hmm, best að fara samt að drífa í því að klára þessa BA - ritgerð fyrst ...
Annars var hundrað prósent lesning á Ísfólkinu meðal karlmanna í bókmenntafræðinni í síðustu rannsókn sem ég framkvæmdi - ég, Elmar og Roald stóðum eitt sinn hvorn annan allir af því að hafa lesið Ísfólkið í æsku. Og enduðum allir í bókmenntafræði. I can see a worrying pattern emerging ... ætli ég endi á að verkstýra í unglingavinnunni eins og þeir tveir - eða Elmar að vinna í bókabúð eins og við Rói? Það væri svosum ágætt, hann skuldar mér afslátt nú þegar ég get ekki nýtt aðstöðu mína mikið lengur ... svo gæti ég keypt bækur fyrir krakkana í unglingavinnunni gegn prósentum af afslættinum ... suss, ef ég væri bara jafn spilltur í raunveruleikanum og hérna á netinu þá væri ég ekki svona blankur alltaf heldur barasta nógu ríkur til að stofna mína eigin útivistarbúð í Kringlunni ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home