miðvikudagur, júní 04, 2003

ParkódínJaxl

Loksins laust hjá Tannsa á morgun. Af hverju þurfa allir endajaxlarnir mínir að uppgötva á sama tíma að þeir séu óþarfir og reyna að bora sig út í gegnum vangann á mér? Fáránlegar reglur að mega bara kaupa 10 töflur af parkódíni í einu. Já, það kemur kannski í veg fyrir að ég fremji sjálfsmorð en þar sem ég er ekki á bíl þá er ég ekki líklegur að nenna í roki og rigningu upp í Lágmúla akkúrat þegar töflurnar eru búnar. Fyrir utan að þó ég væri á bíl ætti ég náttúrulega ekkert að vera að keyra í þessu ástandi en gæti freystast under the circumstances. En það væri bara umferðarslys en ekki sjálfsmorð þannig að það væri ekki lyfjaversluninni að kenna. Þannig að ég drakk bara bjór í staðinn, það virkaði svosem alveg jafn vel. Var samt orðinn skrítinn í hausnum í morgunsárið eftir stuttan svefn og hafði skyndilega öðlast ofurheyrn og veit núna miklu meira en ég kæri mig um um ástir nágrannana sem og krakkana á leikskólanum fyrir neðan. Hvað var þetta með köngulærnar og ánamaðkana annars? Börn nú til dags ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home