mánudagur, mars 29, 2004

Heaven & Hell ...

Langt millilandasímtal í gær, mikið gerst síðan síðast. En það er gott að fá jafn frábærar fréttir af manneskjum sem eiga það svona innilega skilið, slæmar fréttir líka en þær eru allar orðnar gamlar fréttir, hættar að vera sorglegar á einhvern einkennilega dularfullan hátt, stundum vegur hið góða einhvern veginn svo miklu meira en hið slæma. Viðurkenni samt öfund, mitt líf (og flestra sjálfsagt) frekar tilbreytingarsnautt í samanburðinum ... en þetta kemur í törnum, maður eyðir líklega stærstum hluta ævinnar einhvers staðar á milli kafla í ævisögunni. En ég held samt að ég hafi jafnvel fengið smá innblástur - eitthvað sem hefur sárlega vantað undanfarið þegar maður þarf alltaf að reyna að hjálpa öðrum að reyna að blómstra - af hennar innblæstri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home