laugardagur, mars 06, 2004

Laugardagsljóðið

Já, og af því tilefni að í kvöld verður verkið "Rauðhetta, úlfurinn og bláu skóhlífarnar" frumflutt er ástæða til að láta þetta ævintýri fljóta með, ljóðið sem aflaði mér á sýnum tíma gistingar í London í boði Rásar 2 ...

Systir Öskubusku

Ég sá þig í bíó
þú varst þrem sætum fyrir framan mig
og þú varst líka upp á tjaldinu
með ljósa hárkollu

nú sé ég ekki þýskubókina á borðinu
heldur þig í G 15
lesandi "Aschenputtel" gegnum rauðar varir
og ég byrjaði að hugsa um hvað þú ert með fallegar tær

ekki höggva þær af

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home