mánudagur, mars 29, 2004

Survivor All-Stars

ix

Þá er Ethan úr leik, spurning hverjum maður á að halda með núna? Helst Rupert ef hann tekur hausinn loks upp úr sandinum. Sameiningin væntanlega á næsta leiti, spurning hverjir koma best út úr henni. Núna er staðan náttúrulega ójöfn, 6 á móti 4 – en hversu trú verða Chapera hvort öðru? Það er óljósóra hverjir verða trúir hverjum í Chapera, Amber og Rob jú, Big Tom, Alicia, Rupert og Jenna virðast öll vera frekar sóló. Hinum megin eru Shi-Ann og Kathy annars vegar og Lex og Jerri hins vegar, Lex samt alveg trúandi til að kjósa Jerri út næst – en þá yrðu fáir eftir sem treystu honum. Hins vegar gæti Jerri náttúrulega fengið fyrrum félaga sinn, Amber, yfir og þá væntanlega fylgdi Rob eins og hlýðinn hundur, Kathy hefur einhver tengsl líka, í raun er Shi-Ann líklega berskjölduðust í augnablikinu – Jenna og Big Tom gætu líka lent í vandræðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home