þriðjudagur, mars 02, 2004

Survivor All-Stars

v


Þá er einum Rob færra, það er vissulega jákvætt og vonandi að sú þróun haldi áfram þó spurning hvort samtök Robba í Bandaríkjunum hafi ekki áhyggjur af þeirri mynd sem birtist af þeim í þættinum.
Og hvað í ósköpunum er Amber að hugsa? Það vantar algerlega orð í tungumálið orð yfir það óútskýranlega fyrirbæri þegar sætar stelpur sem virðast hafa toppstykkið í ágætis standi falla fyrir krípum sem hafa það ekki einu sinni með sér að vera sæmilega útlítandi eða orðheppnir.
En ættbálkarnir eru að jafnast þannig að hýenukonungurinn Jeff Probst þarf ekki að fara að huga að sameiningu strax. Talandi um Jeff, maður gleymir náttúrulega alltof oft að minnast á þessa einu sönnu stjörnu þáttana. Staddur í siðferðilegu tómarúmi, Guð úr vélinni holdi klæddur, skemmtilega sadískur fyrir utan náttúrulega að eiga lang besta one-liner sjónvarpssögunnar: The tribe has spoken!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home