sunnudagur, febrúar 27, 2005

Heimildarmyndir og stuttmyndir

Besta heimildarmynd

Born into Brothels: Calcutta’s Red Light Kids – Zana Briski & Ross Kauffman
Sagan um grátandi kameldýrið (Die Geschichte vom weinenden Kamel) – Luigi Falorni & Byambasuren Davaa
Tupac: Resurrection – Karolyn Ali & Lauren Lazin
Twist of Faith – Eddie Schmidt & Kirby Dick
Super Size Me – Morgan Spurlock

Heimildarmyndir hafa sjaldan verið jafn mikið í sviðsljósinu, en þar sem Fahrenheit 9 / 11 var ólögleg (sýnd í sjónvarpi of snemma, einhverjar skrítnar reglur í gangi) og aðrar helstu heimildarmyndir sem við sáum í fyrra voru að keppa á óskarshátíðinni annað hvort í fyrra eða hittifyrra, þá er Super Size Me eina ræman hér sem er eitthvað kunnugleg. Hún á vissulega allt vont skilið enda kvikmyndalegt jafngildi BigMac borgara þó hún haldi að hún sé e-ð annað. Af hinum þá er Sagan um grátandi kameldýrið skemmtilegasti titillinn - en til þess að hugga kameldýr er víst hugljúf tónlist besta trikkið fyrir þá sem ekki vita. Hins vegar lýst mér jafnvel enn betur á Born Into Brothels, mynd sem átti upphaflega að vera um rauða hverfið í Kalkútta en endaði á að leikstjórinn dreifði myndavélum til krakkanna, flest föðurlaus skiljanlega, sem tóku svo upp eigin líf.

Besta stutta heimildarmynd

“Sister Rose’s Passion” – Oren Jacoby & Steve Kalafer
“Mighty Times: The Children's March” – Robert Hudson & Robert Houston
“The Children of Leningradsky” – Hanna Polak & Andrzej Celinski
“Autism Is a World” – Gerardine Wurzburg
“Hardwood” – Erin Faith Young & Hubert Davis

The Children of Leningradsky virkar forvitnileg, um líf munaðarlausra barna í neðanjarðarlestum Moskvu. Jamm, ég er lestarómantíker. Hins vegar grunar mig að myndin um nunnuna sem reis gegn andgyðinglegri stefnu kaþólsku kirkjunnar sé ágætlega tímasett eftir allt hafaríið um Píslarsögu Gibsons.

Besta stuttmynd – teiknuð

“Lorenzo” – Mike Gabriel & Baker Bloodworth
“Guard Dog” – Bill Plympton
“Birthday Boy” – Sejong Park & Andrew Gregory
“Gopher Broke” – Jeff Fowler & Tim Miller
“Ryan” – Chris Landreth

Nú vandast málið. Sálgreining á hundi (Guard Dog) eða köttur sem lendir í vandræðum þegar rófan á honum öðlast sjálfstætt líf (Lorenzo)? Ég verð náttúrulega að standa með kisa ...

Besta stuttmynd

“Little Terrorist” – Ashvin Kumar
“7:35 de la mañana” – Nacho Vigalondo
“Two Cars, One Night” – Taika Cohen & Ainsley Gardiner
“Everything in This Country Must” – Gary McKendry
“Wasp” – Andrea Arnold

Litli hryðjuverkamaðurinn hefur þetta, en umræddur terroristi er sem sagt Pakistanskur strákur sem óvart missir boltann sinn yfir landamærin til Indlands. Hver man ekki eftir brjáluðu konunni sem bjó alltaf í öllum húsum sem höfðu garð nálægt fótboltavelli? Auðvelt að lifa sig inní það, svo eru jarðsprengjurnar bara bónus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home