mánudagur, apríl 04, 2005

Gagnvirk skáldsaga

Byrjaði á Bókinni um hlátur og gleymsku rétt áður en ég fór á Ísafjörð og kláraði hana rétt eftir að ég kom. Hún rímaði merkilega vel við atburði viðkomandi daga.

Á fimmtudegi kom Bobby Fischer til landsins, það næsta sem ég las í bókinni var uppveðruð sögupersóna sem hrópar upp yfir sig: "Ég er Bobby Fischer, ég er Bobby Fischer." Vissulega algjör nötter, en það er náttúrulega bara viðeigandi.

Síðan er Guðný frænka að tala um að hún viti ekki í hvaða húsi pabbi hennar - og mömmu og þar af leiðandi afi minn - hafí búið áður en hann kynntist ömmu. Hún hafi ekki haft vit á að spyrja hann að því - og svo mörgu öðru - fyrr en of seint. Svo flytur hún til Suðureyrar, rétt hjá Ísafirði, bænum sem foreldrar hennar kynntust. Bænum sem mamma fæddist í. Las svo þetta um kvöldið:

"Við hugsum um óendanleika stjarnanna en skeytum engu um óendanleikann sem er fólgin í feðrum okkar."

Já, góðar bækur koma til manns á réttum tíma. Skil samt ekki af hverju Kundera gleymdi að minnast á Ísafjörð í bókinni.

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Ísafjörður... skítapleis.

4:08 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Sagði maðurinn sem býr í Grafarvoginum ...

4:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home