miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Lestin til Varsjár 1

Lestin fór upp úr tólf og ég ætlaði að gera ýmislegt í Kiev um morgunin. En auðvitað þurfti að handskrifa ritgerð í fimmriti um vegabréfið mitt og ferðir mínar í miðasölu lestarstöðvarinnar og þar af leiðandi gerði ég lítið meira en að fá mér smámat áður en ég hljóp í lestina. Búlgakov-safnið og markaðurinn verður að bíða betri tíma.

Úkraínski bóndinn sem er með mér í klefa er gjörsamlega að þröngva landbúnaðarvörunum ofan í mig. Eplið er gott þó það líti út eins og pera og brauðið væri alveg að gera sig ef það væri ekki fyrir sultuna – en mjólkin er náttúrulega skelfileg eins og alltaf í Austur-Evrópu. En éta skal ég, í hvert skipti sem ég hægi grunsamlega á átu og drykkju þá bendir bóndinn á brauðið og mjólkurglasið og klappar svo stoltur á vömbina. Ef ég verð duglegri að innbyrða landamæravörur þá fæ ég kannski einhverntímann svona stóra og fallega vömb.

Þessu til viðbótar er rétt að geta að ég og fleiri bókmenntafræðinörrar hafa verið ráðnir á samyrkjubú kallsins næstu fimmtán árin við að afbyggja landbúnaðarvörur. Að því loknu ættum við að vera kominn með góðan vísi að Framsóknarflokki Úkraínu sem þýðir að við ráðum allaf sama hversu óvinsæl við verðum – en þar sem við erum bókmenntafræðingar þá fáum við náttúrulega ávallt hreinan meirihluta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home