mánudagur, september 26, 2005

Pönnukökur

Ég var að eyða heilli færslu áðan áður en hún fór út á netið því mér fannst hún leiðinleg. Ég hafði sagt þetta allt áður. Í staðinn er ég byrjaður á ennþá leiðinlegri færslu, bara til að halda einhverju lífi í þessari síðu. Vandræði þegar maður er búin að eyða allri andagiftinni í heimaverkefni ... en áður en þetta koðnar allt niður í andleysi kemur zebrinn minn og spyr hinnar frumspekilegu spurningar: "hvort er ég með fleiri svartar eða hvítar rendur?" Ég svara og sendi hann svo í 10-11 í Lágmúla sem er opið allan sólarhringinn til að kaupa það sem vantar upp á til að hann geti bakað pönnukökur fyrir morgundaginn. Vonandi eiga þeir líka til pönnukökupönnu. Annars er zebri í stuttri heimsókn, hann bjó á svölunum hjá mér á Eggertsgötunni á sínum tíma en helst styttra við á Öldugötunni því hann snobbar svo mikið fyrir íbúðum með aðgang að svölum. Þess vegna er pönnukökuneysla mín undanfarið langt undir ráðlögðum ársskammti. Mig dauðlangar náttúrulega til Afríku með zebra þegar hann fer en hann losnar bara ekki við litla svarta Sambó úr gestaherberginu ... ég vil ekki taka sénsinn á að bráðna niðrí smjörlíki ...

8 Comments:

Blogger Siggi said...

Óhhhh-kei. Ég held að þú þurftir að byrja að taka einhverjar pillur. Bara EINHVERJAR pillur!

8:25 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

þú ert bara svekktur af því þú veist ekki hvort það eru fleiri hvítar eða svartar rendur ... svo ert það þú sem stelur alltaf pilluboxinu mínu ...

11:46 f.h.  
Blogger Minka said...

And my name is under "skrýtið fólk"?

12:51 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

enda sést á myndinni að þú lítur út eins og páfagaukur og þykist vera frá Þýskalandi ;) stórskrýtið alveg hreint ...

2:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara láta ykkur vita að Zebrar eru ekki með hvítar rendur. Þeir eru hvítir með svartar rendur. Það er einna helst hægt að sjá með því að hvíti liturinn um likur allt hrossið. Bak og maga...en svörtu rendurnar eru bara frá baki og niðurfyrir síðu.

Það er eins gott að þessi helvítis færsla komi hérna inn á commenta kerfið. Annars á ég eftir að hakka mig hérna inn og eyða öllu blogginu þínu...

4:22 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

zebrinn var svo glaður að einhver fattaði þetta að hann hljóp út og keypti afmælisgjöf handa þér, nú þarf hann bara að finna pósthús ...

5:19 e.h.  
Blogger Siggi said...

Mér líkar almennt vel við veikt fólk, ég geri mér betur grein fyrir því hversu eðlilegur ég í raun og veru er.

Ætlarðu að mæta á innanfélagsmót Fjölnis í Taekwondo? Sendu allavega Zebra.

6:19 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Raunveruleikafirring er að gera sér ekki grein fyrir hvað er á netinu og hvað í raunveruleikanum. Annars er ég alltof friðsamur fyrir svona slagsmálaíþróttir ...

7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home