sunnudagur, nóvember 28, 2004

Stuttar og langar fréttir

Merkilegt að flestar skýringar sem maður sér á vinsældum Fréttablaðsins snúast um það hve fréttirnar séu stuttar hjá þeim. Lítið fer hins vegar fyrir þeirri röksemd að það gæti eitthvað haft með það að gera að maður fái blaðið ókeypis og það sé meira að segja borið heim að húsi á höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum. Enda náði Fréttablaðið ekki neinni almennilegri fótfestu fyrr en þeir fóru að birta eitthvað að ráði af lengri fréttum í bland við símskeytin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home