laugardagur, nóvember 27, 2004
Óþolandi þegar kvikmyndir eru ættgreindar eftir því hvaðan peningarnir koma en ekki eftir því hvaðan listamennirnir koma eins og hér virðist raunin. Merkilegt þó að þetta hafi ekkert komist til tals hér varðandi Edduverðlaunin - ef það má tilnefna Niceland (erlendir aðalleikarar, á ensku en leikstjóri+handritshöfundur íslenskir) mátti þá tilnefna Sterkt kaffi (erlendir aðalleikarar, á tékknesku en leikstjóri+handritshöfundur íslenskur)? Skal ekki segja, myndin vissulega afar tékknesk en hugverkið þó íslenskt. Teljast til dæmis bækur Gunnars Gunnarssonar íslenskar? Veit ekki - og hef á tilfinningunni að tilnefnarar Eddunar viti það ekki heldur
1 Comments:
Eddan myndi deyja út ef erlent fjármagn yrði útilokað svona.
Óli Gneisti
Skrifa ummæli
<< Home