þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Meyjastríðin og fólk að selja djöflinum sálu sína

Bókahorn Gambrans

Næsta lesefni sem var innbyrt hér í afdölum var Pragversk ævintýri – það fór að verða þreytandi þegar annað hvert ævintýri endaði á því að einhver seldi djöflinum sálu sína. Engum tókst að snúa á hann sem var sömuleiðis galli (gerir sögurnar ólíkt fyrirsjáanlegri). En frásögnin af meyjastríðunum bjargaði annars klunnalega skrifaðri bók. Borgarastríð á milli kynja einhverntímann á snemmmiðöldum? Þetta er afar fróðlegur tékkneskur femínismi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home