fimmtudagur, desember 05, 2002

Matlock’s Angels

Evrópudómsþáttaröðin hennar Ásu

Blogghólistinn Ása (sem eftir tuttugu ár verður þekkt fyrir að hafa fyrst komið út úr skápnum og horfst í augu við vandann) er með fína hugmynd af sjónvarpsþætti. Eini gallinn er að hún er eitthvað að hugsa um Egil Ólafs eða einhvern Jóhann Sigurðar í aðalhlutverkið. Aðalleikararnir þurfa náttúrulega að hafa innsæi í heim lögfræðinnar og því væri frekar spurning um að hafa Ásu, Særúnu og Svanhildi í aðalhlutverkum með alla þeirra lögfræðikunnáttu og norðlenska sjarma. Svo náttúrulega Matlock í aðalkarlhlutverkinu, að ógleymdri Godzillu. Ethan Hawke væri hægt að plata í að pródúsera miðað við að hann viðraði ekki ósvipaða hugmynd í Before Sunrise (mínus lögfræðingar að vísu, hann var ekki kominn svo langt) og með hans sambönd þá ætti að vera lítið mál að fá menn eins og Richard Linklater, Peter Weir og Tarantino til að leikstýra nokkrum þáttum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home