mánudagur, apríl 19, 2004

Survivor All-Stars

xi

Þar fór Lex, fyrsta hunchið var víst rétt hjá mér, that’ll teach me … enda gerði Lex grundvallarmistök sem þau hljóta að fara að hætta að gera: Hlusta á Rob. Amber er augljóslega mun skarpari af þeim skötuhjúunum en það verður þeim væntanlega að falli að nú fæst ekki heimskasta hæna einu né neinu sem Rob segir – og þó fyrr hefði verið. Spurningin er í raun hvort Alicia, Rupert, Big Tom og Jenna ætli að taka Rob og Amber með sér í 6 manna hópinn og sparka þeim þar eða hvort þau treysti þeim ekki og fái einhvern úr hinum hópnum með sér, Kathy þá helst. Shi-Ann hefur lítið með sér annað en að virðast meinlaus – sem var nú svo sem það sem Tina vann fyrir á sínum tíma. Þannig að væntanlega verður það önnur hvor þeirra tveggja ef þau hafa ekki vit á að aðskilja samlokurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home