föstudagur, mars 18, 2005

Vill Röskva breyta kosningakerfinu?

Það er forvitnilegt að sjá viðbrögð Röskvu og Vöku við skipun í Stúdentaráð. Báðar fylkingar einbeita sér af því að kvarta yfir því að Háskólalistinn hafi ekki verið tilbúnir í meirihlutasamstarf en gera sér ekki grein fyrir því ef að þeim er meirihlutinn svona kær þá hefði enginn getað bannað þeim að stofna meirihluta saman.

Merkilegast er þó að Röskva segir í þessum pistli að hún harmi niðurstöðuna "... enda ólýðræðislegt að fylking sem aðeins hefur tvo fulltrúa af tuttugu í ráðinu fái formennsku." Gott og vel, segjum svo að þetta sé ólýðræðislegt - en einmitt það kosningakerfi sem er við lýði bíður uppá þetta. Það eru til fjölmargar tegundir af lýðræði, það kosningakerfi sem er til staðar ræður hvers konar lýðræði er stundað. Nú er Röskva í raun búinn að lýsa því yfir að kosningakerfið eins og það er nú uppbyggt sé ólýðræðislegt. Ég efast ekki um að Háskólalistinn mun glaður hjálpa þeim að breyta því enda höfum við ávallt haldið því fram að þetta kerfi sé meingallað.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ásgeir, hættu að blogga um stúdentapólitíkina það er ekki eins og öllum sé ekki sama um hana. Skirfaðu eitthvað skemmtilegt það fer betur í augu og geð þess sem les. :)

Karenin

10:54 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Mikið rétt - en ég bendi þó á að þarsíðasta færsla var um bjór. Hmm, ég ætti kannski að skrifa meira um hann? Annars þorir maður varla að láta neitt djúsí flakka hérna lengur þegar maður veit að DV fylgist með ...

11:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home