miðvikudagur, apríl 06, 2005

Margfaldur bíómiði

Þar sem það var ekki nóg að gera fyrir þá freistaðist ég til þess að fá mér kvikmyndahátíðarpassa. Enda Garden State, La Mala Education, Ett Hål i mitt hjärta, Der Untergang, Hotel Rwanda, I Heart Huckabees og Maria Full of Grace allar skylduáhorf, fyrir utan náttúrulega Móturhjóladagbækurnar sem er frumsýnd á sérsýningu með Salles á morgun. Þá á ég þrjár myndir eftir, Kinsey, Napoleon Dynamite, The Woodsman, Melinda & Melinda, 9 Songs og allar sem ég er að gleyma koma ágætlega til greina, svo er lýsingin á Beautiful Boxer forvitnileg: "Sönn saga um tælenskan kikkboxara sem barðist til sigurs alla leið á toppinn, til að eiga fyrir kynskiptiaðgerð." Aldrei vissi ég að Mike Tyson væri Tælenskur, en allavega ...

Svo er það Sin City í kvöld, gúrúarnir í Nexus verða væntanlega allir þar, var að gera stutta sjónvarpsfrétt um Myndasögumessuna sem lítur mjög vel út ef klippingin á morgun gengur upp. En sem sagt, það sem eftir er aprílmánaðar er mjög einfald: læra, bíó, læra, sofa ... and repeat. Spurning um að borða líka? Sjáum til, vona að þessi síða drepist ekki endanlega á meðan.

2 Comments:

Blogger roald said...

sjónvarpsfrétt?

11:10 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Jamm, smá samvinnuverkefni með kvikmyndaskólanum þessa vikuna. Við í fjölmiðluninni notum þau sem tökufólk við að búa til fréttatíma.

11:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home