miðvikudagur, júní 15, 2005

Alvöru mótmæli

Ég skil ekkert í því hvernig fjölmiðlar landsins halda ekki vatni yfir þessari saklausu skyrslettu. Ekki vakti neinn því athygli seint á síðustu öld þegar við í Garðræktinni fórum í heilagt stríð við óaldalýðinn sem vann á Leikskólunum. Þá var skyr nú með saklausari vopnum, mygluð mysa, eldgömul tabascosósa og annað miður girnilegt og löngu útrunnið sem við fundum aftast í ísskáp foreldra okkar voru helstu vopnin. Og við létum ekki eina auma slettu duga enda þurftum við að mótmæli óréttlæti gervallrar heimsbyggðarinnar. Eða að minnsta kosti þangað til einhver ábyrgur góðborgari hringdi niðreftir að kvarta yfir okkur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki vegna skyrsletturnnar heldur
þessa langa gæsluvarðhalds sem Bretinn var dæmdur í. Náttúrlega alveg fáranlegt að halda fólki yfir nótt fyrir svona atriði en margir dagar eru svívirðilegt og hana nú.
kveðja
karen

5:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home