sunnudagur, júní 05, 2005

Sleepless in Reykjavík

Rosalega gengur eitthvað takmarkað að sofa þessa helgi, næ ekki fjórum tímum í einu. Ég meina, hvað á maður eiginlega að gera klukkan tíu á sunnudagsmorgni annað en að sofa? En helgin hefur verið ágætlega góð. Nokkur tóndæmi:

Kíkti til Ella þar sem við og fleiri reyndum að hjálpa Arndísi að finna ástina með sms-skeytum. Tæknin maður, tæknin.

Hvað sem hægt er að segja um Sylvíu Nótt (og það er líklega flest slæmt) er þátturinn hennar kjörinn fyrir drykkjuleiki.

Það er erfitt að vera andpólitískur á bar. Ef maður talar hlutlaust um einhvern flokk er reiknað með að maður styðji hann. Held samt að það hafi komist á hreint að mér er illa við viðkomandi flokk, enda er mér almennt illa við flesta flokka. Nema þá sem hafa ekki verið stofnaðir ennþá. Og þá sem heita eftir mér.

Varð hugsanlega óvart valdur að stofnun Forleiksflokksins. Pre-Ásterisma flokkurinn var ekki að virka jafn vel.

Maturinn á Caruso er allsvakalega góður. Svo veit ég núna hvar víngeymslan þeirra er.

Maður þarf bara að vera í tvær mínútur inni á Ara í Ögri til að týna öllum.

Maður finnur annað fólk á Grand Rokk.

Maður týnir því líka seinna.

Trabant eru góðir á sviði en ég náði bara endanum.

Þýskukennarar eru skyndilega byrjaðir að þamba kók.

Umsjónarmenn Stundarinnar okkar drekka líka. Sakleysið er týndur gripur ...

Ég kom því aftur í tísku að sitja úti á Kaffibarnum. Næsta sem maður kemst útlöndum án þess að fara.

Ég var þrisvar minntur á borgina mína. Ég er búin að vera of lengi í burtu.

Svo er allt hitt sem gerðist kannski bara í hausnum á mér.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

There are no happy endings...

10:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home