fimmtudagur, júní 16, 2005

Það stendur Red Barnet: Save the Children Denmark á pennanum mínum. Hef ekki hugmynd um hvar ég fékk þennan penna, en Starra er a.m.k. bjargað frá Baunverjalandi í bili. Stefnan er því á bolta á lördag, veðrinu er skipað að vera gott. Ég meina, rigningin getur fengið næga útrás á morgun enda lögbundinn rigningardagur. Ekki það að ég mótmæli því neitt að veðrið sem er núna haldi sér, rosalega var ljúft að þvælast niðrí bæ áðan að gera akkúrat ekki neitt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home