miðvikudagur, júlí 13, 2005

Au revoir, Na shledanou og Bless

Flugrúta eftir fjóra tíma, spurning um smá svefn? Tókst að framleigja kotið á allra síðustu stundu, skondin saga það, en sannar bara að stundum er eitthvað gagn að þessu interneti. Annars kveð ég ykkur bara lömbin mín, lít samt sjálfsagt við í einhverjum sjúskuðum vafasömum netkaffihúsum í Slavalandi einstöku sinnum og læt vita af mér. Ef söknuðurinn verður orðinn óbærilegur getið þið sent sms í 690 1827 (ekki hringja nema allt sé að fara til andskotans nema þið viljið setja mig endanlega á hausinn, hmm, ætli ég sé að gefa einhverjum hugmyndir?), sent ímeil á asgeiri@hi.is eða bara notað kommentakerfið. Svo getið þið notað áðurnefnda staði til að leggja inn pöntun á póstkortum. Með heimilisfangi því ég man ekki svoleiðis þegar ég er í útlöndum. Og ef einhvern langar að spila sjóorustu á Stansteadflugvelli á milli ellefu og sjö á morgun þá verð ég á staðnum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bezt að panta póstkort strax:
Eygló Traustadóttir
Eggertsgötu 18, íb. 105
101 Reykjavík
ICELAND

Góða ferð!

3:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home