föstudagur, júní 11, 2004

Króatía - B - riðill

Sterk liðsheild en ekki jafn mikið um afburða einstaklinga og undanfarin ár. Í gegnum árin hefur staða leikstjórnanda verið styrkur Króatanna, Boban, Prosinecki og Asanovic börðust um stöðuna – nú er enginn til staðar og og Niko Kovac er í stöðunni þó hann eigi í raun heima aftar á miðjunni. Miðjan er raunar veikleiki liðsins, heilt yfir miðlungsmenn. Markmaðurinn Stipe Pletikosa er hins vegar sterkur og vörnin ágæt með sterkasta mann liðsins, Igor Tudor – sem hefur þó þann galla fjölhæfninnar að enginn virðist vita hvar hann á að spila. Vörnin er líklegri þó að máski þurfi miðjan á honum að halda. Frammi eru þeir svo með einn mesta stemmningskall síðasta tímabils, Dado Prso frá Monaco, sem tók upp á því á 29 ára afmælisdaginn sinn að springa loksins almennilega út. Vantar þó klassamann með honum. Liðið gæti komist langt á stemningunni – en er líklega hreinlega of veikt til nokkurs annars en að berjast við Sviss um að sleppa við botnsætið.

Spá: 3 leikir og búið.

Lykilmenn: Foringinn Igor Tudor, stemmningskallinn Dado Prso og Stipe Pletiklosa í markinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home