föstudagur, júní 11, 2004

Sviss - B - riðill

Lið sem er þegar komið lengra en búast hefði mátt við. Óvæntur árangur Basel í Meistaradeildinni fyrir ári síðan virðist hafa verið Svissneskum fótbolta vítamínssprauta. Yakin bræðurnir eru hjartað í Svissneska liðinu, Murat í vörninni og Hakan í sókninni, en þeir hafa átt við meiðsli að stríða sem gætu veikt liðið mikið. Aðrir menn í vörninni eru miðlungsmenn og markmennirnir hafa verið í óstuði. Johann Vogel frá PSV er gott akkeri á miðjunni bak við leikstjórnandann Hakan Yakin en kantmennirnir eru engir snillingar. Senteraparið gæti hins vegar komið ágætlega út, Alexander Frei verið heitur í frönsku deildinni og Chapusiat var nú einu sinni í heimsklassa. Orðinn gamall og hægur en samt mikilvægur enn.

Spá: Mjög jöfn barátta við Króata um 3 sætið.

Lykilmenn: Yakin-bræðurnir eru hjartað í liðinu, Johann Vogel akkerið og Alexander Frei eina raunhæfa vonin um mörk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home