miðvikudagur, júní 23, 2004

why do you sing Hallelujah
if it means nothin’ to ya?
(Damien Rice)

Mig vantar eitthvað sem skiptir máli, ég þarf að kveikja á mér aftur. Erfitt að vera í sumarfríi, sérstaklega þegar maður býr einn og er að bræða alltof margt með sér en þarf að skipta úr þeim gír að þjóna öðrum og fara að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Þetta kennaradjobb tæmir mann að vissu leiti ef maður raunverulega gefur sig í það. Nú er maður hálfgerður draugur í sumarfríi. Ég þarf að fara að drífa mig út, kveikja á mér aftur, fá einhverjar upplifanir beint í æð, nýtt andrúmsloft, nýja heima, eyða öllum úrtöluröddum, mínum og annara, úr harða drifinu, og koma svo heim með nýtt bensín og gera eitthvað að viti áður en skólinn byrjar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home