föstudagur, júní 11, 2004

Búlgaría C - riðill

Slakasta lið riðilsins, enginn Stoichkov lengur. Eftir að sá gamli hætti ásamt flestum félögum sínum hefur Búlgarskur fótbolti verið í öldudal, þeir eru að koma upp úr honum með þokkalegt lið sem er þó ekki að komast í undanúrslit neinna stórmóta eins og forverar þeirra fyrir áratug síðan. Flestir leikmanna liðsins spila í Búlgörsku deildinni og lið þaðan hafa nú ekki verið að gera neinar rósir í Evrópukeppnum undanfarið. Hafa náð að styrkja liðið nokkuð með því að sannfæra nokkra Serba um að þeir væru Búlgarir – ættartengslin eftir sundrun gömlu Júgóslavíu líklega orðin það flókin að þeir ákváðu bara að flýja til Búlgaríu til að móðga engan. Enginn þeirra er þó líklegur til að komast í Serbneska landsliðið sem hefur öllu sterkari mannsskap á hendi en Búlgarir þó þeir sitji heima. Petrovarnir óskyldu á miðjunni eru þó sterkir, Martin traustur og Celtic-maðurinn Stilian Petrov hjartað í liðinu. Frammi er svo vonarstjana Búlgarska boltans, Leverkusenguttinn Dimitar Berbatov. En þessir leikmenn eru umkringdir meðalmönnum að spila í slakri deild sem veldur því að lítið verður dansað í Sofiu þetta sumarið.

Spá: Gætu reitt inn stig en varla sigra. Neðstir.

Lykilmenn: Stilian Petrov, Dimitar Berbatov og Martin Petrov.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home