laugardagur, júní 29, 2002

Af hverju held ég með Þjóðverjum á morgun?

Ein ástæðan er vissulega að öll lið sem ég hélt eitthvað með hafa lokið keppni, nú síðast Tyrkir með stæl. En það virðast allir vera á móti Þjóðverjum - og eru þá helstu ástæðurnar nefndar að þeir virðist ekkert hafa gaman að þessu og að Brasilíumenn séu liðið sem sýni eitthvað ímyndunarafl. Í fyrsta lagi er það afskapleg grunnhyggni að telja að menn geti ekki glaðst þó þeir brosi ekki, geti verið glaðir þó það sjáist ekki augljóslega. En auðvitað hafa Brasilíumenn sýnt ímyndunarafl stundum í þessari keppni - en það sýnir ekki mikið ímyndunarafl að halda með Brasilíu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home