föstudagur, nóvember 15, 2002

Gambrinn gerist borðtennishetja og Robbie Williams talsmaður öreiganna

rant þrjú

Er það rétt að borðtennis sé orðin fastur liður í uppáhaldsþættinum hans Á Jakobsson? Best að drösla upp einni starfsumsókn á popptíví (passa að hafa nógu margar stafsetningarvillur), finna gamlan kaldastríðsíþróttaþjálfara hérna í Tékkó til að koma mér í gamla tischtennisformið á mettíma og fara svo heim og ganga frá „Sjónvarpsmanni Íslands” í beinni útsendingu.

Annars ætti Ármann ekki að vera svona grimmur við Robbie Williams og reyna að setja sig í hans spor. Kannski langaði Robbie alltaf að verða íslenskufræðingur eins og Ármann en lét glepjast af peningum og gjálífi. Auðvitað er miklu betra að vera íslenskufræðingur – eða ætti að minnsta kosti almennilegur vinstri maður að telja það, benda á hvað grey Robbie sé nú sorrí án þess að gera grín að greyinu, bjóðast til að taka allar millurnar hans og dreifa þeim meðal öreigana og bjóða honum að skipulegja fyrir hann fyrirlestra í sjávarplássum Íslands þar sem hann tjáir fólki hvernig hann sigraðist á ofurvaldi Mammons og gekk í lið með byltingunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home